Huldufjöll og Hulinsdalur í Óperuleikhúsi náttúrunnar.
Á Háfjallakvöldi FÍ 2017 sögðum Ólafur Már Björnsson og Tómas Guðbjartsson frá Huldufjöllum og Hulinsdal við SA-horn Mýrdalsjökuls. Þetta er eitt af uppáhaldssvæðum okkar á Íslandi. Umhverfin mætti líkja við stórkostlegt óperuleikhús náttúrunnar, þar sem mörg hundruð metra hátt kletta- og jöklastál mynda svalinar og fram af þeim steypast einhverjir hæstu fossar Íslands - sem merkilegt nokk eru nafnlausir. Það er dálítið klöngur að komast inn í Hulinsdal handan Huldufjalla - enda eitt afskekktasta svæði á Íslandi. En það er vel þess virði og ekki verra að sjá hin litfögru Huldufjöll í návígi. Síðan er hægt að ganga heim í Þakgil yfir krosssprunginn Kötlujökul og njóta fjallanna í kring sem eru grænklædd mosa frá toppi til táar. Litaandstæður sem eiga varla sinn líka.
Read More